Gleðidagur 19: Frá sannleika til umhyggju

Sýnum umhyggju. Ljósmynd: Randalyn Hill

Í heimavistinni eigum við meiri samskipti á netinu en áður. Á nítjánda gleðidegi langar okkur að deila með ykkur þremur spurningum sem allir ættu að spyrja sig áður en skrifað er á netið:

  1. Er þetta satt?
  2. Er þetta nauðsynlegt?
  3. Sýnir þetta umhyggju?

Eins og Páll skrifaði: “Allt er leyfilegt en ekki er allt gagnlegt. Allt er leyfilegt en ekki byggir allt upp.” (1Kor 10:23)