Category: Laugarneskirkja

  • Bæn fermingarbarnanna í Laugarneskirkju

    Viltu vera með samfélaginu okkar yfir jólin. Viltu styðja okkur í því að gera Ísland að kærleiksríku heimili fyrir alla sem þar eiga heima.  Amen. Á aðventukvöldinu í Laugarneskirkju voru fermingarbörnin í einu af aðalhlutverkunum. Þau gengu inn í kirkjuna með kertaljós, klædd í hvíta kyrtla, sungu. Nokkur þeirra stigu líka fram og báðu fyrir hönd safnaðarins. […]

  • Viltu prófa að þegja í heila klukkustund?

    Viltu vera hluti af alveg sérstakri guðsþjónustu, sem fer fram í kyrrð og íhugun? Laugardaginn 29. nóvember verður guðsþjónusta að hætti kvekara í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Kvekarar eru kristin kirkjudeild sem sker sig mjög úr í flóru kristinna safnaða, sérstaklega þegar kemur að helgihaldinu. Enginn einn leiðir stundina, engin tónlist er leikin, ekkert þarf að tala. […]