Valdaflokkur eða grasrótarhreyfing?

Árni:

Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði, brýnir kirkjuna í pistlinum Þjóðkirkjan – valdaflokkur eða grasrótarhreyfing sem birtist í dag á vefnum trú.is. Hjalti hefur í vetur skrifað mikið um sjálfsmynd kirkjuna og þörfina fyrir gagnrýna sjálfsskoðun. Hann bendir í pistlinum á að kirkjan geti bæði séð sig í slagtogi við valdaflokka og grasrótarhreyfingar og hvetur kirkjuna til að samsama sig frekar grasrótinni:

Þjóðkirkjan býr að félagslegu neti sem spannar landið allt. Víða er hún einn mikilvægasti þátturinn í nærumhverfi fólks. Enn er hún líka í hópi þeirra samtaka sem reglulega nær til hvað flestra eða hvaða félag safnar jafnmörgum til vikulegra samfunda og hún? Við núverandi aðstæður ber Þjóðkirkjunni að taka höndum saman við öll þau samtök sem vilja efla félagslegt starf, beina því í hollan farveg og byggja upp Nýtt Ísland. Þannig verður hún áfram þjóðkirkja í jákvæðri merkingu.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.