Sagt er að Egyptar til forna hefðu haft þá trú að þegar þeir kæmu til himna væru þeir spurðir tveggja spurninga, sem hefðu úrslitaáhrif á það hvort þeir kæmust þar inn:
- Hefur þú fundið gleði í lífinu?
- Hefur þú fært öðrum gleði?
Á sjötta gleðidegi deilum við þessum tveimur lykilspurningum með ykkur.
Myndin er í eigu British Museum og sýnir egypska guðinn Anubis vega hjörtu mannanna við andlát þeirra.
Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.
2 Comments
Þetta er nú falleg tilvitnun, hvar funduð þið þetta? Reyndar afskaplega réttar spurningar alla daga og líklega hverja stund?
Í Guðs friði,
Sigurður Ingólfsson
Takk fyrir kveðjuna kæri Sigurður. Það var þinn fallegi fb status um daginn sem minnti mig á þessa hendingu úr trúarbragðafræðinni, margt áhugavert í Bók hinna dauðu sem hinir fornu Egyptar skildu eftir sig.