Gleðidagur 7: Súkkulaði í morgunmat

Súkkulaði í morgunmat

Þegar við komum á uppáhaldskaffihúsið okkar í gærmorgun var í boði súkkulaðismakk frá omNom. Það fannst okkur sérstaklega viðeigandi á gleðidögum. Páskadagarnir eru fimmtíu talsins og þótt við borðum ekki páskaegg á hverjum degi þá er full ástæða til að gæða sér á góðu súkkulaði daglega – í hófi að sjálfsögðu. Það má jafnvel fá sér örlítinn súkkulaðimola í morgunmat.

Finnst ykkur það ekki?

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.