Blessun dauðans

Frá því þú fæddist
hefur þinn eigin dauði gengið þér við hlið
og þótt hann sýni sig sjaldan
finnur þú hola snertingu hans
þegar óttinn heldur innreið sína í líf þitt
eða þegar það sem þú elskar glatast
eða þú verður fyrir hnjaski hið innra.

Þegar örlögin leiða þig
á þessa fátæklegu staði
og hjarta þitt er áfram örlátt
þar til dyr opnast inn í ljósið
þá ertu smátt og smátt að vingast við eigin dauða
þannig að þegar stundin rennur upp
og þú þarft að snúast á hæli og hverfa á braut
hafir þú ekkert að óttast.

Megi þögul nærvera dauða þíns
kalla þig til lífsins
og vekja þig til vitundar um það að tíminn er af skornum skammti
og til þess að þú verðir frjáls og
lifir köllun þinna eigin örlaga.

Megir þú safnir þér saman
og ákveða hvernig þú ætlar að lifa hér og nú
lífinu sem þú myndir vilja
líta til baka á
frá þínu eigin dánarbeði.

Írski presturinn og heimspekingurinn John O’Donohue skrifaði þessa fallegu blessun og brýningu. Við Kristín Þórunn fluttum hana í prédikuninni okkar í Víðistaðakirkju í gær þar sem við ræddum meðal annars um lífið og dauðann, börnin og barnalánið og barnalánin sem voru í fréttum í síðustu viku og sitthvað fleira.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.