Hvaða skuldir eru óréttmætar?

Árni og Kristín:

Í greininni „Ábyrgð óréttmætra skulda hvílir á þeim sem veita lánið“ nefnir Joseph Hanlon átta atriði sem geta leitt til þess að skuldir teljist óréttmætar.

Sænskar krónur

Harðstjórn
Illa þokkaðar skuldir kallast skuldir sem verða til þegar harðstjórar taka lán til að styrkja sig í sessi. Slíkar skuldir ber að líta á sem skuldir stjórnarinnar en ekki ríkisins.

Skuldir sem eru teknar í arf
Nelson Mandela, forseti Suður Afríku, var beittur miklum þrýstingi til að greiða 21 milljarð Bandaríkjadala sem voru fengnar að láni. Lántakandi var ríkisstjórn hvíta minnihlutans. Hún hafði nýtt peningana í þágu aðskilnaðarstefnunnar og til að kúga svarta meirihlutann í landinu.

Spilling
Hundruðir milljóna bandaríkjadala hafa aldrei skilað sér til lántakenda. Þess í stað hafa spilltir leiðtogar dregið að sér fé og lagt inn á eigin reikninga í erlendum bönkum. Þetta er gert með vitund lánveitanda. Niðurfellingar lána til Nígeríu voru meðal annars á grundvelli þessa.

Pólitískar lánveitingar
Á tímum kalda stríðsins voru mörg lán veitt harðstjórum sem studdu Vesturlönd, til dæmis Mobutu í Zaire og Suharto í Indónesíu. Lánin voru veitt án þess að kannað væri hvort verkefnin sem lánað var til væru æskileg eða hvort lánin yrðu endurgreidd.

Mikil vanræksla
Lán sem eru veitt þegar vitað er að ekki verði hægt að endurgreiða þau eru teljast vera á ábyrgð lánveitanda. Slíkt telst mikil vanræksla. Dæmi um þetta eru lán Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til Zaire við lok áttunda áratugarins.

Misheppnuð verkefni
Mörg lán eru veitt til verkefna sem má rekja til landanna sem veittu lánin. Fátækari lönd hafa oftar en ekki forsendur til að meta slík verkefni og þurfa því að reiða sig á þekkingu annarra. Þegar verkefnin skila ekki árangri verður lánveitandinn, sem hefur þekkinguna, að axla ábyrgðina. Dæmi um þetta er 2,3 milljarða dala kjarnorkuver sem var byggt á þekktu sprungusvæði í Filippseyjum.

Okur
Okurvextir hafa lengi verið vandamál. Skuldavanda upp úr 1980 má meðal annars rekja til þess að þá varð breyting á raunvöxtum. Þeir höfðu verið afar lágir en urðu allt að 12% á þeim tíma. Það leiddi til þess að mörg lönd gátu ekki greitt af lánum sínum og þurftu jafnvel að taka ný lán til að geta staðið við skuldbindingar sínar.

Óásættanleg skilyrði
Sumum alþjóðlegum lánum fylgja skilyrði sem brjóta í bága við stjórnarskrár eða landslög. Dæmi um það eru skilyrði frá Alþjóðabankanum eða Alþjóða gjaldeyris-sbljóðnum varðandi einka-væðingu, lækkun launa opinberra starfsmanna, komugjöld í heilsugæslu, skólagjöld o.fl. Skilyrði sem þessi geta haft slæm áhrif á samfélagið. Skilyrði sem hafa áhrif langt út fyrir tilgang láns geta leitt til þess að það sé talið óréttmætt.

Nánar má fræðast um Hanlon á vefnum hans.

Þessi grein og fleira birtist einnig í júníhefti Víðförla sem fjallar um óréttmætar skuldir.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.