Ólögmætar skuldir og hnattvæðing

Árni:

Við höfum mikla reynslu í Lh af því að fást við fjárhagsleg áföll og krísur, segir Martin Junge, verðandi framkvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins. Hann bætir við: Við höfum fjallað mikið um ólögmætar skuldir og viljum deila þeirri reynslu með Íslendingum og íslensku kirkjunni. Við viljum skoða áskorunina sem felst í núverandi aðstæðum og viljum ræða spurninguna: Hvernig eigum við að lifa saman í hnattvæddum heimi?

Þetta er fyrsta viðtalið af þremur sem ég tók við Martin Junge og Peter Prove í tilefni af komu þeirra hingað til lands. Þeir eru komnir til að tala á málþinginu Vorar skuldir sem verður haldið í Neskirkju 7. júní kl. 13.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.