Ísland sem fyrirmynd og Ísland sem lexía

Árni:

Við höfum séð gjá myndast milli efnahagskerfis og samfélags manna í heiminum, segir Peter N. Prove, sem er í forsvari fyrir mannréttindastarf Lútherska heimssambandsins. Þetta hefur haft djúpstæð áhrif. Vandinn hér á Íslandi er dæmi um þetta og hér á landi getur að líta afleiðingar þessarar gjár, afleiðingar ábyrgðarleysis og skorts á siðferðisramma. Hann bætir við: Við teljum að það sem hefur gerst á Íslandi feli í sér mikilvægan lærdóm fyrir Íslendinga og fyrir fólk um allan heim.

Þetta er annað viðtalið af þremur sem ég tók við Martin Junge og Peter Prove í tilefni af komu þeirra hingað til lands. Þeir eru komnir til að tala á málþinginu Vorar skuldir sem verður haldið í Neskirkju 7. júní kl. 13.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.