Vatnið og markaðslögmálin

Kristín:

Í dag var frumvarp um afnám vatnalaga afgreitt úr iðnaðarnefnd Alþingis. Miklar deilur urðu um vatnalögin árið 2006, einkum breytingu á eignarréttarákvæði laganna sem kvað á að landeigendur skyldu öðlast eignarrétt á vatnsauðlindum í eignarlöndum sínum.

Mynd: Árni Svanur Daníelsson

Mynd: Árni Svanur Daníelsson

Kirkjan stendur föstum fótum í grundvallarskilningi sínum á því að vatnið sem grunnefni lífs og Guðs gjöf til allra, eigi aldrei að lúta markaðslögmálum eða gróðasjónarmiðum sem koma niður á almannahagsmunum. Hún leitar í sína eigin hefð að myndmáli og áherslum sem undirstrika samábyrgð okkar gagnvart hvert öðru og umhverfinu sem við tilheyrum. Þannig eru áþreifanleg vatnsmál tjáð með hugtökum guðfræðinnar og orðfæri trúarinnar.

Við erum minnt á að takmörkuð auðlind skapar þörf fyrir að deila því sem við höfum með þeim sem ekki hafa. Kirkja Krists er einn líkami sem nærist af sama vatni í sama andlega og efnislega vistkerfinu. Vatnið sem Guðs gjöf kallar sömuleiðis á ábyrgð manneskjunnar að umgangast það með virðingu og skynsemi. Mannréttindi og vatnsvernd eru þess vegna forgangsatriði í því umhverfi sem við viljum skapa í kringum vatn, á Íslandi og heiminum öllum.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.