Vatn, réttlæti og Biblían

Kristín:

Í Biblíunni er vatn táknmynd réttlætis fyrir alla og umgengni við vatn er mælistika á siðferði manneskjunnar. Að synja þyrstum um vatn er synd (Job 22.7). Og spámaðurinn Esekíel þrumar yfir þeim sem spilla vatni svo að aðrir geta ekki notið þess:

Nægir yður ekki að drekka tæra vatnið, nema þér gruggið upp það, sem eftir er, með fótum yðar? Og svo verða sauðir mínir að bíta það, sem þér hafið troðið með fótum yðar, og drekka það, sem þér hafið gruggað upp með fótum yðar (Esk 34.18-19).

Vonska og spilling manneskjunnar kemur líka með sérstökum hætti fram í ranglæti í vatnsumgengni. Þetta á bæði við um trúarlífið og framkomu við aðra. Jeremía spámaður, sem var samviska þjóðar sinnar á erfiðum tímum, lýsir hinu siðferðilega ástandi svo:

Því að tvennt illt hefir þjóð mín aðhafst: Þeir hafa yfirgefið mig, uppsprettu hins lifandi vatns, til þess að grafa sér brunna, brunna með sprungum, sem ekki halda vatni (Jer 2.13).

Og hin endanlega svívirða þess sem valdið hefur, er að krefja fólk um borgun fyrir aðgang að vatni: “Vatnið sem vér drekkum, verðum vér að borga” (Hl 5.4).

Á sama hátt er hið góða og réttláta ástand tjáð með gnægð vatns. Hin réttláta manneskja er vatnsveita sem lætur “réttinn vella fram sem vatn og réttlætið sem sírennandi læk” (Am 5.24). Sömuleiðis stendur náð Guðs opin hverjum þeim sem vill: “Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann fær ókeypis lífsins vatn” (Op 22.17).

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.