Þorum að hlusta

Samfélag sem þorir að hlusta

Guðrún Jónsdóttir, sem er talskona Stígamóta, segir í Fréttablaðinu í gær:

„Þjóðfélagsumræðan að undanförnu um ofbeldi hefur hreyft mjög við fólki sem í áratugi hefur burðast eitt með leyndarmál sín. Það er eins og fólki sé að detta í hug í fyrsta skipti að það geti átt rétt á uppreisn æru. Það leyfir sér að þrá staðfestingu á að brotið hafi verið á því.“

Hún heldur svo áfram og segir:

„Mörg málanna eru fyrnd og sumir þeirra ofbeldismanna sem um ræðir eru dánir en eftir sitja konur og karlar sem að umræðan að undanförnu hefur hreyft við þannig að þetta fólk er í uppnámi. Það er langt síðan að ég minnist þess að samfélagsumræða hafi skilað fjölgun á borð við þessa inn til okkar.“

Það sem við heyrum hana segja er að samfélagið hefur, í gegnum umræðu og upplýsingar um kynferðisbrot, opnað sig þannig að þolendum kynferðisofbeldis finnst að þeim sé sýnd virðing. Virðing gagnvart þeirri reynslu sem í lengri eða skemmri tíma hefur valdið sársauka og kreppt. Virðing gagnvart reynslu sem er óþolandi. Og núna skulum við að hlusta. Við skulum ekki að láta þau, sem brotið var á, bera byrðina ein.

Þess vegna segjum við – sem samfélag – við þau sem hefur orðið fyrir ofbeldi:

Gefðu þig fram, segðu söguna þína, leyfðu okkur að bera sársaukann þinn með þér. Við getum ekki sett okkur í þín spor því virðingarleysið sem þér var sýnt beindist ekki að okkur, en við viljum hlusta á þig og sýna þér þá virðingu að trúa þér.

Við viljum standa með þér.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.