Hættan við hugrekkið

Hættulegasti maður í Ameríku. Hugrakkasti maður í Ameríku.

Heimildarmyndin The Most Dangerous Man in America sem er sýnd á RIFF segir sögu Daniel Ellsberg. Hann var háttsettur í bandaríska stjórnkerfinu, starfaði sem ráðgjafi í Pentagon og hjá RAND stofnuninni. Starf hans laut meðal annars að því að safna og greina upplýsingar varðandi stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Víetnam. Hann hóf feril sinn sem stuðningsmaður stjórnvalda, en skipti svo um skoðun. Þetta leiddi meðal annars til þess að hann lak svonefndum Pentagon-skjölum um stríðsreksturinn í þessum hluta heimsins til þingmanna og fjölmiðla.

Tveir meginþræðir eru fléttaðir saman í myndinni: Hugrekki og meðvirkni. Oftar en einu sinni kemur fram í myndinni að margir höfðu vitneskju um að ekki var allt í lagi í þessum efnum en þorðu ekki að stíga fram og segja frá. Þegar Ellsberg fann að hann var tilbúinn að lenda í fangelsi fyrir afstöðu sína og aðgerðir var hann líka tilbúinn að stíga fram.

Þetta er mynd um tíðaranda og tjáningarfrelsi. Þetta er mynd um hugrekki og Hrun. Þetta er mynd um framkvæmdavald og löggjafarvald. Þetta er mynd um ótta og útilokun.

Þetta er mynd sem við mælum með, sem sögulegri heimild og sem samtíma áskorun.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.