Verðlaunastikla

Eitt af verkefnum okkar (nánar tiltekið Árna) á RIFF er að starfa með dómnefndinni sem úthlutar kvikmyndaverðlaunum kirkjunnar. Starfið felst í að horfa á myndirnar tólf í keppnisflokknum og taka þátt í vali á verðlaunamyndinni. Þetta er skemmtilegt starf sem opnar augu og huga fyrir því nýjasta sem er að gerast í kvikmyndagerð í heiminum.

Verðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn. Áður hafa kvikmyndirnar Fjórar mínútur, Listin að gráta í kór, Snjór og Saman fengið þess verðlaun. Allt magnaðar myndir sem eru vel þess virði að kynna sér. Dómnefndin er nú að störfum, niðurstaðan liggur fyrir á laugardaginn kemur.

Ps. Stiklan hér að ofan er Árnaföndur sem gefur innsýn í fyrstu fjórar verðlaunamyndirnar.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.