Kennum tillitssemi og samkennd

IMG_6984

Við eigum þrjú börn á grunnskólaaldri. Það er svolítið gaman að fylgjast með því hvernig upplýsingagjöfin frá skólunum hefur eflst undanfarin ár. Vikulega fáum við tölvubréf frá skólastjórum og kennurum með upplýsingum um starfið, hollráðum til að hugleiða. Í gær barst bréf sem endaði svona:

Í öllu þessu umróti sem á sér stað í þjóðfélaginu þá orsakar það á meiri óróa hjá börnunum og við finnum aðeins fyrir því. Skólinn reynir að halda vel utan um börnin, vernda þau og styðja af fullum hug og við erum stolt yfir því hversu vel gengur. Skólastarfið snýst um nám og kennslu en einnig að kenna þeim góð gildi og halda uppi uppbyggilegum aga. Skólinn er hins vegar ekkert eyland. Mikilvægt er að þið foreldrar styðjið við bakið á okkur í því starfi sem á sér stað og við séum samhljóma í verki. Kennum þeim tillitsemi og samkennd. Það er sameiginlegt hlutverk okkar, heimila og skóla að aðstoða börnin við að skilja þann hugsunarhátt og það viðhorf að hver og ein mannvera er einstök, á sér innra líf og er áhugaverð.

Við erum þakklát fyrir gott samstarf heimilis og skóla og fyrir gott samtal og samstarf í hverfinu okkar og segjum nú bara Amen við þessu.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.