Bæn fyrir Japan

USS Blue Ridge Sailors move humanitarian relief supplies while enroute to Japan following earthquake.
GUÐ,

það sem hefur gerst og er að gerast í Japan kveikir sterkar tilfinningar og margar hugsanir með okkur.

Lífið getur kollvarpast á svipstundu.

Það sem við göngum út frá að sé til staðar, getur horfið hvenær sem er.

GUÐ,

við biðjum fyrir þeim sem þjást í Japan,

fyrir þeim sem hafa slasast og fyrir þeim sem syrgja,

fyrir þeim sem hafa misst, heimilin sín, nærsamfélagið sitt,

fyrir þeim sem bera áhyggjur og ótta í brjósti.

GUÐ,

þú sem hefur lofað að yfirgefa okkur ekki þegar leiðin liggur í gegnum dimmustu dalina,

heyr vora bæn.

Amen.

(Þýtt úr sænsku)

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.