Gleðidagur 5: Róa sig

Ukulele snillingarnir í u900 leika og syngja fyrir okkur á fimmta gleðideginum. Söngurinn þeirra heitir Isogabamaware.

Í byrjun segir kanínan við björninn: „drífum í þessu svo við getum farið og fengið okkur að borða.“ Björninn segir stutt og laggott „jebb“ og kanínan segir „af stað“.

Textinn er borinn uppi af orðinu „isogabamaware“ sem útleggst einhvern veginn þannig að með hraðanum týnist það sem skiptir máli. Þegar kanínan og björninn liggja á grasinu eru þeir einmitt að ræða um hvað það sé mikilvægt að slaka á og flýta sér hægt. Asi boðar ekkert gott.

Í lok myndbandsins segir kanínan: „Fullkomið!“

Boðskapurinn þeirra félaga í U900 er Hægur og minnir á Hægan mat og Hægar fréttir: Við skulum ganga í stað þess að hlaupa gegnum lífið.

Líka á Gleðidögum :)

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.