Gleðidagur 16: Vatn fyrir ALLA

IMG_1408

Sumarið er tími til að njóta þess besta sem Ísland á: heitu, yndislegu, náttúrulegu sundlauganna.  Það er svo mikill ríkidómur fólginn í því að út um allt land, í öllum bæjum, upp um sveitir og út til nesja, er að finna sundlaugar sem við öll höfum aðgang að.

Sundlaugarnar okkar og það hve aðgengilegar þær eru fyrir ALLA eru lífsgæði sem munar um. Stutt dýfa í pottana í Laugardalslaug fyrir kvöldmatinn, minnti okkur á það.

Myndin er frá sundlauginni í Hofsósi en hún er snilldarlega byggð á fallegum stað. Skyldustopp fyrir alla á leið um Skagafjörðinn.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.