Gleðidagur 25: Sumardagar eru hjóladagar

IMG_0887

Sumardagar eru hjóladagar á Íslandi. Nú stendur yfir átakið Hjólað í vinnuna og þúsundir Íslendinga hafa skipt út bílnum fyrir annan fararskjóta. Á hjólastígum og gangstéttum mætum við brosandi fólki og börnum með hjálma á höfði sem njóta þess að fara leiðar sinnar fyrir eigin afli.

Leikskólabörnin okkar fengu líka að njóta hjólanna því einn vikudagur er hjóladagur. Fyrir utan leikskólann var fjöldi reiðhjóla og jafnmargir hjálmar.

Sumardagar eru hjóladagar og hjóladagar eru gleðidagar.

Myndin með færslunni er af öðruvísi hjóli sem við sáum í Uppsala í fyrra.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.