Gleðidagur 26: Ástin liggur í loftinu

Í dag langar okkur að deila með ykkur uppáhaldslagi með uppáhaldshljómsveit. Við kynntumst FM Belfast fyrst í heimildarmyndinni Backyard sem var opnunarmyndin í Bíó Paradís síðasta haust. Síðan þá hefur diskurinn How to make friends hljómað reglulega á heimilinu og í bílnum.

Uppáhaldslagið okkar heitir I can feel love og myndband með því fylgir þessari færslu. Það minnir okkur á að ástin liggur í loftinu og við erum aldrei ein.

I can feel love er í raun gott dæmi um nútíma sálmaskáldskap, því sálmurinn fjallar um manneskjuna í heiminum og reynslu hennar af sterkasta afli sem er til – ástinni.

Ps. Hálfnað verk þá hafið er segir máltækið og það er sjálfsagt heilmikið til í því. Í dag er tuttugasti og sjötti gleðidagurinn og þá erum við rétt rúmlega hálfnuð. Þetta er bara gaman :)

Pps. FM Belfast spila á Nasa um helgina.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.