Gleðidagur 28: Listin er í loftinu

Deventer On Stilts 2010

Listin getur lyft andanum í hæðir, glatt og göfgað. Það er því mjög viðeigandi að halda Listahátíð í Reykjavík á gleðidögum. Hátíðin var sett í gær og í dag fengum við að njóta spænska fjölllistahópsins La Fura dels Baus. Þau léku listir sínar hátt uppi og nutu reyndar aðstoðar 60 sjálfboðaliða við verkið. Mögnuð upplifun.

Á tuttugasta og áttunda gleðidegi viljum við þakka Listahátíð í Reykjavík fyrir sitt framlag til gleðidaganna í ár.

Myndina með færslunni tók Alfons Hoogervorst.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.