Gleðidagur 27: Hvað gerir maður kvöldið fyrir heimsendi?

Blossoming apple-tree

Tilhugsunin um heimsendi vekur ólíkar kenndir og hvetur til ólíkra viðbragða. Marteinn Lúther á að hafa sagt í þessu samhengi:

Þótt ég væri viss um að heimurinn endaði á morgun, myndi ég samt gróðursetja eplatréð mitt.

Spekin í þessum orðum er að við eigum ekki að lifa hvern dag eins og hann væri sá síðasti – heldur miklu fremur eins og hann væri sá fyrsti.

Byrjum á einhverjum nýju, gróðursetjum, hlúum að, gerum áætlanir, vonum og hlökkum til.  Lífið rennur áfram, líka í erfiðustu aðstæðunum, þegar okkur finnst að öllu sem við þekkjum sé lokið.

Það er verðugt verkefni á gleðidögum.

Myndin er af eplatré í blóma. Ljósmyndarinn heitir Harry Popoff.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.