Gleðidagur 30: Undir birkitré

Þrítugasti gleðidagurinn er hamingjudagur. Í dag eru nefnilega þrjú hundrað sextíu og fimm dagar síðan við gengum í hjónaband. Í tilefni af því langar okkur að deila uppáhaldslaginu Undir birkitré með ykkur. Svavar Knútur syngur og leikur á gítar og minnir okkur á hið einfalda og fallega í lífinu.

Staðurinn undir birkitrénu er í okkar huga myndlíking fyrir það þegar við finnum okkur algjörlega örugg, sönn og sátt. Það er svo mikil blessun þegar hjónabandið er þannig staður og gefur kraft og styrk til að ganga með kærleikann út lífið og viðfangsefni þess. Fyrir það erum við þakklát og glöð.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.