Gleðidagur 31: Góði hirðirinn

Ljósmynd: Frank Bradford

Þessi magnaða mynd af stúlkunni sem ber lítið lamb í öruggt skjól úr öskufallinu minnir okkur á vers í Jóhannesarguðspjalli sem er svona:

Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina (Jh 10.11).

Stúlkan með lambið er tákn um samhjálp og samstöðu sem íbúar gossvæðisins, bæði ungir og aldnir, sýna með hverjum öðrum. Fólkið fyrir austan ber ótrúlegt æðruleysi og hugrekki vitni í erfiðum aðstæðum.

Allir leggjast á eitt að bjarga lífum og hlúa að viðkvæmu ungviðinu. Þótt það þýði óþægindi og hættur fyrir mann sjálfan.

Það gerir einmitt góður hirðir.

Myndina tók Frank Bradford, við fundum hana á twitpic síðunni hans Hjartar.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.