Bæn fyrir Noregi

Prayers

Góði Guð.

Enn á ný komum við fram fyrir þig og biðjum fyrir saklausum þolendum ofbeldis. Í dag leggjum við í þínar hendur íbúa Noregs og sérstaklega þau sem urðu fyrir eyðileggingaráhrifum sprenginganna í Osló.

Við felum þér einnig þau sem urðu fyrir skotárásinni í æskulýðsbúðunum í Útey. Umvef öll þau sem þjást og líða. Hjálpa okkur að skilja hvernig og hvers vegna slíkt ofbeldi mótar lífið í heiminum okkar í allt of miklum mæli.

Við biðjum fyrir öllum þeim sem syrgja og finna til vegna árásanna og einnig ástvinum þeirra. Ver með þeim ó Guð, á þessari stundu ótta, sorgar og neyðar. Þess biðjum við í nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda.

Amen.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.