Prinsíp í stað persóna

Hjalti Hugason skrifar Pressupistil um vígslubiskupskjör í Skálholti sem nú stendur yfir. Það er að komið að síðari umferð þegar valið verður milli sr. Sigrúnar Óskarsdóttur og sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar. Af því að þau eru ólík getur valið snúist um prinsíp í stað persóna:

Niðurstaðan úr fyrri umferð er að öðru leyti sú að eftir standa tveir ágætir kandídatar sem hvor um sig hefur góðar forsendur til að gegna embættinu með sóma. Helsti kosturinn við niðurstöðuna er þó að hún býður upp á val milli gjörólíkra kandídata. Nú ef nokkru sinni geta biskupskosningar snúist um „prinsíp“ í stað persóna. Það er gleðilegt.

Valið stendur milli karls og konu. Karlinn er á lokaskeiði starfsferils síns en konan um miðbik hans. Karlinn hefur einkum markað sér stöðu í innra starfi kirkjunnar. Konan hefur verið meira áberandi í samfélagsumræðunni. Síðast talda atriðið vegur þung nú um stundir þegar tengsl kirkjunnar við þjóðina standa sennilega tæpar en nokkurn tíman áður. Loks má benda á að þrír einstaklingar gegna biskupsembætti í þjóðkirkjunni í senn. Valið stendur því einnig milli óbreytts biskupateymis eða róttækrar breytingar í því efni. Breidd í forystuliðinu skiptir sköpum um snertiflöt kirkjunnar við samfélagið.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.