Kirkjan og samskiptabyltingin

Ég flutti erindi á málfundi Framtíðarhóps kirkjuþings um daginn. Upptaka með myndum er komin á vefinn.

Í erindinu varpaði ég meðal annars fram þremur tesum sem væri gaman að ræða frekar:

 1. Söfnuðurinn er grunneining kirkjunnar á netinu.
 2. Heimilis- og nýkirkjuguðrækni einkennir trúarlíf á netinu.
 3. Leikir og lærðir tala við sama borð á netinu.

Hvað segið þið?

2 responses

 1. Takk fyrir þetta. Ég held að það sé mikið til í þessum þremur tesum hjá þér.
  Mér finnst reyndar sambótin ekki alveg ganga upp, siðbótin vildi bæta siðinn en á að bæta samið?
  Ég fór að hugsa um það meðan þú talaðir að á netinu fer fram margs konar valdabarátta um athyglina sem þú nefndir. Fólk hefur áhrifavald og athygli vegna þess að það er vel tengt, eða vegna þess að það beitir penna/bendli á þann hátt að eftirtekt vekur, eða hefur skapað sér einhvern trúverðugleika , eða vegna þess að það er þekkt fyrir glamuryrði og upphrópanir og dónaskap, eða allt af þessu. Og svo tíðkast líka bolabrögð og fylkingar á netinu eins og annars staðar í veröldinni.

  Það er talað um að vatnið sé mikilvægasta auðlind 21. aldarinnar. Mikilvægasta auðlind netsins hlýtur að vera athyglin. Hvernig á að vökva þessa athygli með lifandi vatni? Það er verðug spurning fyrir öll þau sem vilja að Þjóðkirkjan sé hluti af framtíðinni.

 2. Takk fyrir viðbrögðin Sigga.

  Sam-bót vísar til samskipta og samtals. Til þess hvernig samskiptabyltingin leiðir til samtals (þar sem vel tekst til). Þetta er kannski meira orðaleikur en -alvara.

  Þú spinnur þráðinn með baráttuna um athyglina áfram og það er gott. Ég hugsaði erindið mitt meira en upptakt að samtali en nokkuð annað.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.