Kyrrðardagar með kvikmyndum

„Með eigin augum sáuð þið öll hin miklu máttarverk sem Drottinn vann“ segir í heilagri ritn­ingu (5Mós 11.7).

Með eigin augum - kyrrðardagar með kvikmyndumKvikmyndir eru vettvangur fyrir lífsreynslu og stóru spurningarnar í lífinu. Á kyrrðar­dög­um með kvik­mynd­um notum við hinn sjónræna miðil kvikmyndarinnar til að næra íhugun og andlega uppbyggingu. Kvikmyndirnar sem við horfum á saman eru valdar með þetta í huga. Hver sýning er römmuð inn af stuttri innlýsingu og íhugun sem beina athyglinni að trúar- og lífsbaráttu kvikmyndar og okkar eigin lífs.

Kyrrðardagar með kvik­mynd­um verða haldnir í Skálholti 14.-16. október 2011. Þeir eru bornir uppi af sömu atriðum og venjulegir kyrrðar­dagar. Þögnin og friður frá áreiti daglegs lífs leiðir huga og sál að lífsreynslunni og tilfinningun­um sem við berum með okkur. Kyrrðardagar með kvikmyndum eru nýjung í kyrrðardagastarfi Skál­holts.

Þeir eru haldnir í samvinnu við Biskups­stofu, Kjalarness­prófasts­dæmi og rannsóknarhópinn Deus ex Cinema.

Umsjónarmenn eru séra Árni Svanur Daníelsson og séra Kristín Þórunn Tómasdóttir.

Skráning á vef Skálholts.

Dagskrá kyrrðardaga með kvikmyndum

Föstudagur 14. október

18.00 Kvöldsöngur í kirkjunni (vesper)
18.30 Kvöldverður og kynning dagskrár (þögnin hefst)
20.00 Kvikmyndasýning I með innlýsingu og íhugun

Laugardagur 15. október

08.00 Vakið, morgunverður
09.00 Morgunsöngur (laudes)
09.30 Kvikmyndasýning II með innlýsingu
12.00 Hádegisverður
13.30 Kvikmyndasýning III með innlýsingu
15.30 Kaffi
16.00 Kvikmyndasýning III (frh)
18.00 Kvöldsöngur (vesper)
18.30 Kvöldverður
20.00 Kvikmyndasýning IV með innlýsingu

Sunnudagur 16. október

08.00 Vakið
09.00 Morgunverður.
09.30 Kvikmyndasýning V með innlýsingu
11.00 Messa í Skálholtskirkju
12.00 Hádegisverður – þögnin rofin
13.30 Umræður og kveðjustund

Allir dagskrárliðir á kyrrðardögum eru tilboð og ekki skylda. Stundir milli dagskrárliða má nota til íhugunar, hvíldar og útivistar. Samtöl við prest eru líka í boði.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.