Túlkunin og faðirvorið

Í nýsamþykktum reglum um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög segir meðal annars:

Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.

Hvernig á að skilja þetta? Vísbendingu um það er að finna í bréfi sem Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, sendi til leikskólastjóra og skólastjóra í gær. Þar segir:

Heimilt er að leyfa nemendum að fylgjast með athöfnum og kynnast helgisiðum, en ekki má gera kröfu um að nemendur taki þátt í bænum og helgisiðum.

Þetta er skýrara en texti reglanna sjálfra.

Þetta útilokar börn sem tilheyra þjóðkirkjunni eða öðrum trúfélögum ekki frá því að fara með bænirnar sem þau fara með á hverjum degi (til dæmis faðirvorið).

Þetta neyðir engan til að fara með bænir.

Og allir vinna.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.