Jólamynd #1: Snjóbrettajól Davíðs og Golíats

Snjóbrettajól Davíðs og Golíats er nýjasta myndin um þá strákinn Davíð og hundinn Golíat. Hún gerist á jólum í litla ameríska smábænum sem er heimili þeirra félaga og gefur innsýn í jólahald og samband krakka sem aðhyllast ólík trúarbrögð.

Davíð er kristinn. Hann heldur upp á jólin og fær jólagjafir. Jólagjöfin hans í ár er snjóbretti og það tengir hann einmitt við félagana Jasmín, sem er múslimi og Samma sem er gyðingur. Bæði eru snjallir snjóbrettakappar og saman eiga krakkarnir góðar stundir í fjallinu.

Snjóbrettajólin eru mynd sem dregur upp mynd af ólíkum hefðum í kringum jólin og aðrar trúarlegar hátíðir s.s. Ramadan-föstuna og Ljósahátíð gyðinga. Hún er líka – eins og margir þættirnir um Davíð og Golíat – þroskasaga þess fyrrnefnda. Hér kynnist hann því að ekki halda allir upp á jólin og ekki gefa allir jólagjafir. Og „samt eru þeir bara glaðir“ svo vitnað sé í samtal hans og Golíats.

Þetta er líka falleg saga um samvinnu og umburðarlyndi. Krakkarnir lenda í snjóflóði, mæta skógarbirni fer ásamt Golíat að sækja hjálp. Allt fer vel að lokum.

Snjóbrettajólin eru vel þess virði að skoða á aðventunni. Ekki síst ef það eru krakkar á heimilinu.

Ps. Á aðventunni ætlum við að blogga um um það bil eina jólamynd á dag. Þetta er sú fyrsta.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.