Hverjir hafa kosningarétt í biskupskjöri?

Blogginu hefur borist spurning. Hún er svohljóðandi: Hverjir hafa kosningarétt í biskupskjöri?

KjörkassinnNýjar starfsreglur um kjör biskups Íslands og vígslubiskupa voru samþykktar á kirkjuþingi í haust. Þar var kjörmönnum fjölgað verulega og áherslum breytt. Áður voru prestar í meirhluta kjörmanna en nú eru leikmenn í meirihluta. Kosningarétt hafa:

  • biskup Íslands, tveir vígslubiskupar, þjónandi prestar þjóðkirkjunnar og þeir prestar þjóðkirkjunnar, sem settir eru til þjónustu til eins árs eða lengri tíma.
  • prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar, t.d. prestar á Biskupsstofu.
  • þjónandi djáknar í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar. Djákni skal vera ráðinn ótímabundið eða til a.m.k. eins árs til að njóta kosningaréttar.
  • kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi og í kirkjuráði.
  • formenn allra sóknarnefnda sem og varaformenn sóknarnefnda í Kjalarnessprófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra.
  • kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og eru guðfræðingar.

Skilyrði kosningarréttar er að kjósandi sé skráður í þjóðkirkjuna við framlagningu kjörskrár. Ráðgert er að leggja kjörskrá fram 1. febrúar næstkomandi.

1 Comment

Góðan dag
Nú væri gott að fá upplýsingar um það hvenær kjörskrá verður lögð fram. Talað hefur verið um 1. febrúar -sem er í dag- en hvað verður?

bestu kveðjur, hulda

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.