Saga sóknargjalda

Þessa dagana er heilmikið rætt um sóknargjöld. Í því samhengi má halda til haga yfirliti Sigríðar Guðmarsdóttur yfir sögu sóknargjaldanna frá 1096 til 1987. Þetta er gott yfirlit sem varpar ljósi á þennan tekjustofn trú- og lífsskoðanafélaga á Íslandi.

Það vantaði sex atkvæði

Í síðustu viku fór fram atkvæðagreiðsla á kirkjuþingi ensku kirkjunnar hvort prestsvígðar konur mættu taka biskupsvígslu eða ekki. Sex atkvæði vantaði upp á að málið væri samþykkt. Núverandi erkibiskup af Kantaraborg og sá sem tekur við honum eftir áramót hvöttu báðir til þess að þingið segði já við þessari spurningu og meirihlutinn gerði það. Nánar […]

Það sem kirkjan getur lært af leikskólanum

Árni situr í foreldraráði leikskóla Elísabetar og Tómasar Viktors. Í dag var haldinn fundur í foreldraráðinu til að skipuleggja starfið sem er framundan. Eitt málið á dagskrá fundarins var mat á starfsáætlun leikskólans fyrir veturinn sem er að líða. Leikskólastjórinn lagði verkefnið upp svona: Þið skoðið starfsáætlunina sem er á vef leikskólans og svo leggið […]

Gleðidagur 35: Barbara og vatnið

Barbara Rossing er prófessor við Lutheran School of Theology í Chicago. Við þekkjum hana af vettvangi Lútherska heimssambandsins. Í dag leiddi hún Biblíulestur á vefráðstefnu Lh um umhverfismál og réttlæti. Hún ræddi um vatnið í Biblíunni. Á þrítugasta og fimmta gleðidegi viljum við þakka fyrir vatnið og fyrir lífið.

Solveig Lára býður sig fram sem Hólabiskup

Nýr vígslubiskup á Hólum er þriðji biskupinn sem við veljum í þjóðkirkjunni á rúmlega tólf mánaða tímabili. Kjörskrá var lögð fram 1. apríl og fyrsti frambjóðandinn hefur stigið fram. Það er sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með og fjalla um þetta biskupskjör eins og hin tvö.

Mbl ræðir við Agnesi og Sigurð Árna

Morgunblaðið hefur tekið viðtöl við Agnesi og Sigurð Árna sem voru efst í fyrri umferð biskupskjörs. Agnes leggur áherslu á fólk fái jákvæða afstöðu gagnvart kirkjunni og að kirkjunnar fólk séu góðar fyrirmyndir: „Mér finnst skipta miklu máli að fólk fái jákvæða afstöðu gagnvart kirkjunni og finni það að við þjónar hennar viljum af öllu […]

Eru bara allir prestar landsins í framboði?

Sjö prestar hafa boðið sig fram í biskupskjöri. Framboðsfrestur rennur út 29. febrúar sem er eftir rúmar þrjár vikur svo fleiri gætu átt eftir að bætast við. Þó er líklegt að ef einhver hyggst gefa kost á sér verði það fyrr en síðar því kosningabaráttan er farin af stað. Frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra skrifa á […]