Trúfrelsi, langhlaup og heljarstökk

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, flutti ávarp við upphaf fundar um trúfrelsi í gærmorgun. Hann greip þar til líkingar úr íþróttum sem mér þykir ágæt:

Íslenska ríkið er ekki trúað. En ríkisvaldið er eðli máls samkvæmt fulltrúi hefða, menningar og sögu og ber skylda til að gæta jafnvægis. Breytingar sem hér eru til umræðu, koma í kjölfar langvarandi þróunar  – stundum baráttu og átaka – en framar öllu, þróunar; ekki alltaf sýnilegrar og sjaldnast á vettvangi stjórnmála, heldur á vettvangi heimspekilegrar umræðu, bókmennta, lista, fræða og frjálsra félagasamtaka. Við erum að tala um langhlaup á braut menningarinnar fremur en heljarstökk augnabliksins.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.