Biskupsefni svara spurningum Fréttablaðsins

Á meðan kjör til biskups Íslands hefur staðið yfir hafa biskupsefnin (fyrst átta og svo tvö) svarað ótal mörgum spurningum. Við settum upp vef með svörum sem Agnes og Sigurður Árni hafa gefið. Það var gert til að auðvelda þeim sem vilja kynnast afstöðu þeirra samanburðinn. Í dag bættust svo við fimm spurningar sem Fréttablaðið lagði fyrir biskupsefnin.

  1. Hvert verður þitt fyrsta verk til breytinga verðir þú kjörinn biskup?
  2. Hvernig hefði kirkjan átt að bregðast við í máli kvennanna sem ásökuðu Ólaf Skúlason biskup um kynferðisbrot árið 1996?
  3. Hefur þú og/eða myndir þú gefa saman samkynhneigð pör? Vinsamlegast rökstyddu svar þitt.
  4. Telur þú að allir félagar í þjóðkirkjunni eigi að hafa kosningarétt í biskupskosningum?
  5. Finnst þér afstaða kirkjunnar til mála hafa byggst um of á bókstafstrú?

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.