Gleðidagur 3: Gult og grænt

GrasVið vorum úti á landi á bænadögum og um páska. Á bænadögunum þremur var dumbungur og við sáum ekki til sólar. Á páskadagsmorgni höfðu skýin flutt sig annað, heiðgul sólin glennti sig örlítið og við sáum í bláan himininn og fjöllin í fjarlægð. Þannig hefur það verið síðan.

Þegar heim var komið blasti græni liturinn við okkur af því að það vorar örlítið fyrr í borginni en í sveitinni. Grasið í garðinum er að verða iðagrænt og á runnunum blasa við grænir sprotar. Vorið er í nánd og lífið lætur á sér kræla.

Sólin gula og grasið græna eru þakkarefni á þriðja gleðidegi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.