Gleðidagur 4: Kúrfurnar

Í dag fórum við með nýjasta fjölskyldumeðliminn á þriggja mánaða skoðun á heilsugæslustöðinni í hverfinu. Þar var hún vegin og mæld og niðurstöðurnar merktar á kúrfu. Þetta er gert til að kanna hvort hún þroskast eðlilega og kúrfan er einn mælikvarði á það.

Litla stúlkan fékk líka fyrstu sprauturnar sínar. Hún fylgdist með öllu af mikilli athygli og veitti málbandinu sem var notað við lengdarmælinguna sérstaka athygli.

Kúrfurnar í lífinu eru margar og vissulega eru þær mikilvægar. Ein kúrfa er þó sjaldan eða aldrei nefnd. Það er gleði- og ástarkúrfan sem sýnir hversu mikla gleði börn færa inn í líf foreldranna, óháð því hvar þau standa á öðrum lífskúrfum.

Á fjórða gleðidegi viljum við þakka fyrir börnin okkar og gleðina sem þau veita inn í lífið. Bæði þau sem halda sig á kúrfum og eru dæmigert dæmigerð og hin sem eru dæmigert ódæmigerð. Börnin eru gleðigjafar og þakkarefni og við skulum alltaf muna eftir kúrfu gleði og ástar – kannski er það mikilvægasta kúrfan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.