Gleðidagur 5: Kampavín í morgunmat

Í ísskápnum okkar er afskaplega fín kampavínsflaska sem hefur verið óopnuð síðan við fengum hana að gjöf fyrir tveimur árum. Við höfum ekki enn fengið okkur til þess að njóta innihaldsins vegna þess að þetta er svo dýrt og fínt kampavín. Hvaða tilefni er viðeigandi til njóta slíkra veiga?

ChampagnePáskar og gleðidagar eru gott tilefni. Tom Wright sem var biskup í Durham og kennir núna guðfræði við háskólann í St. Andrew’s skrifar um páskana sem tíma langvarandi hátíðar og gleði. Páskarnir vara í fimmtíu daga og þá eigum að halda veislur og bera fram kampavín fyrir og/eða eftir morgunbænir. Og helgihaldið í kirkjunni á að einkennast af miklum söng, mörgum hallelújaversum og grípandi tónlist.

Eftir fjörutíu daga föstu, tíma aðhalds og iðrunar, með fjólubláan lit í forgrunni, freistingarsögur, detox andans og persónuleikaræktun, taka núna við fimmtíu gleðidagar páskanna. Tími hinna ljósu lita, gjafmildis, gleði, tækifæra og tilrauna. Eins og að bera fram kampavín eftir morgunbænir – því lífið á gleðidögum er líf í fullri gnægð.

Á fimmta gleðidegi erum við þakklát fyrir glatt helgihald og óopnuðu flöskuna í ísskápnum.

One response

  1. […] gleðidagarnir. Tími hinna ljósu lita, gjafmildis, gleði, tækifæra og tilrauna. Þá berum við fram kampavín eftir morgunbænir – því lífið á gleðidögum er líf í fullri […]

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.