Gleðidagur 14: Dýraleikur

Elísabet, Heiðbjört Anna og Jakob Agni

Húsdýragarðurinn er uppáhaldsstaður. Fyrsta garðferð sumarsins var farin í morgun. Við uppgötvuðum það fyrir tveimur árum hvað fjölskyldukort í garðinn er góð fjárfesting. Þá kemst öll fjölskyldan inn án þess að greiða sérstaklega fyrir og ungir sem aldnir geta notið leiktækja að vild. Í morgun fór yngsti fjölskyldumeðlimurinn í fyrsta skipti í garðinn og hún fékk að sjálfsögðu að fara í lestina.

Við fórum líka í skemmtilegan leik sem við köllum dýraleikinn. Hann hentar ágætlega fyrir foreldra sem vilja hvíla lúin bein á garðbekk. Þau stjórna leiknum og senda börnin í leit að dýrum, oft með einhver verkefni eins og að telja dýrin, skoða litina. Jafnvel mætti hugsa sér að láta þau taka myndir af dýrum. Svo koma börnin til baka og fá þá verðlaun eða annað verkefni.

Þetta er ágætis skemmtun sem gerir ferðirnar eftirminnilegri.

Á fjórtánda gleðidegi gleðjumst við í og yfir Húsdýragarðinum.

Myndin með færslunni sýnir þrjú af börnunum okkar í garðinum í morgun.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.