Gleðidagur 24: Níu til fimm

9 to 5 er eftirminnileg gamanmynd um glímu samstarfskvennanna Judy, Violet og Doralee (sem þær Jane Fonda, Lily Tomlin og Dolly Parton leika) við fordómafulla og yfirgangsríka yfirmanninn Franklin (leikinn af Dabney Coleman). Þær eru ósáttar við framkomu hans og taka til sinna ráða, ræna Franklin og taka sjálfar stjórnina í fyrirtækinu með góðum árangri.

Sem betur fer eru fæstir yfirmenn eins og Franklin, en þetta er skemmtileg saga um baráttu minnimáttar við meiriháttar. Á baráttudegi verkalýðsins sem er líka tuttugasti og fjórði gleðidagur rifjum við upp þessa gamanmynd og deilum með ykkur titillagi myndarinnar sem Dolly Parton söng í dillandi kántrítakti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.