Gleðidagur 23: Sóknarpresturinn og hversdagslífið

Fyrir tæpum aldarfjórðungi, eða þann 31. mars 1988 birtist myndskreytt viðtal á þremur síðum í Morgunblaðinu (síða 41, síða 42 og síða 43) við sóknarprestinn á Hvanneyri, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur. Það er skemmtilegt að lesa þetta viðtal við Agnesi, sem verður fyrsta konan á biskupsstóli á Íslandi – og ekki síður gaman að skoða myndirnar (smellið til að sjá þær stærri).

Morgunblaðið 31. mars 1988, bls. 41Morgunblaðið 31. mars 1988, bls. 42Morgunblaðið 31. mars 1988, bls. 43

Viðtalið í Morgunblaðinu gefur innsýn í hversdagslíf sóknarprestsins úti á landi og hvernig fjölskyldulífið og þjónustan við söfnuðinn fléttast saman. Sr. Agnes var þriðja konan sem tók prestsvígslu á Íslandi – á eftir mæðgunum Auði Eir og Döllu – og því var innlit á prestsheimili þar sem húsmóðirin var jafnframt sóknarpresturinn framandi fyrir lesendur Morgunblaðsins á því herrans ári 1988.

Á tuttugasta og þriðja gleðidegi gleðjumst við yfir því að konur og mæður, systur og dætur, eru kallaðar til þjónustu kirkjunnar, sem prestar og biskupar. Við óskum einnig þjóðkirkjunni til hamingju með nýja biskupinn og biðjum sr. Agnesi gleði, gæfu og blessunar í nýju hlutverki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.