Gleðidagur 25: Almodóvar í góðra vina hópi

Almodovar Leifs

Að horfa á myndband er góð skemmtun. Það er enn skemmtilegra þegar horft er með góðum vinum. Í gærkvöldi sáum við kvikmyndina La piel que habito með félögum okkar í Deus ex cinema. Þetta er mögnuð mynd um úrvinnslu sárrar reynslu. Það voru heiðurshjónin Leifur og Sigga sem buðu til sýningarinnar. Leifur gerði listaverk í gestabókina sem prýðir þetta gleðidagsblogg.

Á tuttugasta og fimmta gleðidegi gleðjumst við yfir kvikmyndalistinni, sköpunargáfu kvikmyndagerðarfólks um veröld víða og skemmtilega fólkinu sem við horfum reglulega á bíómyndir með.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.