Gleðidagur 26: Fjölmiðlafrelsi fylgir fjölmiðlaábyrgð

UntitledÍ dag er Dagur fjölmiðlafrelsisins. Í tilefni dagsins viljum við rifja upp reglurnar fimm sem Dan Gillmor setur fram í Mediactive. Þær eru hugsaðar fyrir okkur sem miðlum á vefnum:

  1. Þú skalt vinna heimavinnuna þína. Svo skaltu bæta um betur. – Do your homework, and then do some more.
  2. Negldu það. Alltaf. – Get it right, every time.
  3. Vertu sanngjarn við alla. – Be fair to everyone.
  4. Hugsaðu sjálfstætt, einkum um eigin fordóma. – Think independently, especially of your own biases.
  5. Vertu gagnsæ og gerðu kröfu um gagnsæi. – Practice and demand transparency.

Þetta eru góðar vinnureglur og ágætis útgangspunktur þegar við íhugum miðlun okkar bloggaranna á degi fjölmiðlafrelsisins.

Á tuttugasta og sjötta gleðidegi viljum við þakka fyrir góð vinnubrögð og gleðjast yfir tækninni sem gerir fleirum mögulegt að miðla og halda úti eigin fjölmiðlum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.