Gleðidagur 43: Gefðu góð kaup

Basarinn

Í dag var haldin vorhátíð í Langholtskirkju. Ómissandi hluti af vorhátíðinni er basar kvenfélagsins. Þar má bæði láta gott af sér leiða og gera góð kaup. Á einu borði var mikið barnadót og einn strákurinn á heimilinu gerði kostakaup í flottu mótorhjóli. Þarna var líka að finna flottar kommóður og útskorinn skenk, svo eitthvað sé nefnt.

Fólkið í sókninni gefur það sem er selt á basarnum. Einhverjir nýta tækifærið til að koma áfram því sem ekki er lengur þörf fyrir, taka til í geymslunni. Peningarnir sem safnast á basarnum eru notaðir til að efla starfið í sókninni og styrkja þau sem þurfa. Þetta er fyrirmyndariðja og hún er þakkarefni okkar á fertugasta og þriðja gleðidegi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.