Þegar einhverfi strákurinn fór til tannlæknis

Í DV í dag er sagt frá háum reikningi eftir tannlæknisheimsókn einhverfrar stúlku. Margir einhverfir einstaklingar höndla illa snertingu, við höfum reynt þetta með Tómasi Viktori. Niðurstaða einnar tannlæknisheimsóknarinnar var að fara með hann sérfræðings, láta svæfa litla kút til að hægt væri að laga tennurnar. Þá verða reikningarnir háir.

Að sjálfsögðu á að mæta þessum hópi betur, sérstakar aðstæður kalla á sérstök úrræði. Einhverfum er mætt mjög vel á ýmsum sviðum samfélagsins, tannlæknaþjónustan á ekki að vera nein undantekning.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.