En allir geta gert eitthvað

Tómas Viktor gefur í söfnun sem #Hjálparstarf #kirkjunnar stendur fyrir þessa dagana.

Þessa dagana ganga fermingarbörn í hús um allt land. Þau eru með söfnunarbauka frá Hjálparstarfi kirkjunnar til að safna fyrir vatnsverkefnum í Malaví í Afríku. Féð sem safnast verður meðal annars notað til að byggja brunna sem gjörbreyta lífi fólksins sem hefur aðgang að þeim.

Við skulum taka vel á móti krökkunum og gefa í söfnunina, minnug slagorðsins: Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.