En allir geta gert eitthvað

Tómas Viktor gefur í söfnun sem #Hjálparstarf #kirkjunnar stendur fyrir þessa dagana.

Þessa dagana ganga fermingarbörn í hús um allt land. Þau eru með söfnunarbauka frá Hjálparstarfi kirkjunnar til að safna fyrir vatnsverkefnum í Malaví í Afríku. Féð sem safnast verður meðal annars notað til að byggja brunna sem gjörbreyta lífi fólksins sem hefur aðgang að þeim.

Við skulum taka vel á móti krökkunum og gefa í söfnunina, minnug slagorðsins: Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.