Flugeldar fyrir hipstera

Fireworks for all of you bearded #hipsters out there.

Njótið áramótanna og farið varlega þegar þið skjótið upp rakettum og kveikið í kökunum. Við keyptum þessa köku sem er kennd við Þórólf Mostraskegg. Hann var svo nefndur af því að hann var skeggprúður og átti rætur að rekja til eyjarinnar Mostur í Noregi. Miðað við hversu vel skeggið var snyrt þá var Þórólfur kannski einhvers konar hipster. Í dag hefði hann líklega verslað fötin hjá piltunum í Kjörgarði og fengið skeggið snyrt þar líka ;)

Hvað sem öðru líður þá er gott ár í vændum og við hlökkum til þess. Takk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Guð blessi ykkur á áramótum og á nýju ári.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.