Frægasti kossinn – sjötti Passíusálmur

Er kossinn sem Júdas smellti á vanga Jesú nóttina örlagaríku í Getsemanegarðinum frægasti koss sögunnar? Sjötti Passíusálmurinn geymir hugleiðingar um hvað munnurinn, þetta öfluga skynfæri, getur orðið verkfæri svika og niðurrifs.

Upphaf mannkynssögunnar geymir einmitt slíkt dæmi, þegar fyrstu manneskjurnar leggja sér til munns ávexti af skilningstré góðs og ills, þrátt fyrir bann Drottins þar að lútandi. Hallgrímur sér skýr tengsl þarna á milli og bendir á hliðstæðuna við Evu sem tók eplið í munn sér og braut þar með boð Drottins og svikakoss Júdasar á munn Jesú.

Freistingar og falska blíðmælgi djöfulsins falla líka undir misnotkun munnsins. Viljir þú varðveita líf og æru, skaltu átta þig á hættunni sem felst í munninum.

Evu munn eplið eina
aumlega ginnti um sinn.
Falskoss því fékk að reyna,
frelsarinn, munnur þinn.
Blíðmælum djöfuls bægðu,
svo blekkist ég ekki á þeim.
Heims hrekki líka lægðu.
Líf mitt og æru geym.
(Sjötti sálmur, sjötta vers.)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.