Í páfanafninu felst stefnumörkun

Jorge Mario Bergoglio er fyrsti Jesúítinn sem er valinn til að gegna embætti páfa. Í gærkvöldi las ég viðtal við Philip Geister. Hann er Jesúítaprestur og starfar í Svíþjóð og við höfum kynnst aðeins í gegnum námskeið um kvikmyndir og guðfræði sem við höfum kennt saman á undanförnum árum. Philip sagði í viðtalinu að það væru djúp skilaboð fólgin í nafninu sem hinn nýi páfi hefði valið sér:

„Hann kemur frá Suður-Ameríku sem glímir við mikla fátækt. Hann tekur sér páfanafn eftir heilögum Frans sem boðaði að kirkjan skyldi lifa einföldu lífi. Þar með setur nýi páfinn stefnuna fyrir það hvernig kirkjan eigi að lifa og hvað hún eigi að prédika.

Þetta eru skilaboð til fátækari landa um að kirkjan sé fyrst og fremst til fyrir þau fátæku og að kirkjan eigi að einkennast af einfaldleika og fátækt. Það var leiðarljós heilags Frans frá Assisi.“

Mér finnst þetta nokkuð áhugavert. Það verður forvitnilegt að fylgjast með nýja páfanum og sjá hvort þessi spá reglubróður hans rætist.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.