Fimmtándi gleðidagur: Eiríkur og Albert, döðlutertan og netið

saudi dates

Í dag höldum við svolitla afmælisveislu. Í tilefni af því var þvegið og bakað, skorið og hrært í gær. Við vildum spanna fjóra áratugi í veitingunum og leituðum því fanga í sarpi fjölskylduboðanna fjóra áratugi aftur í tímann. Þegar kom að samtímanum kom svo ekkert annað til greina en að slá í nútímalega hráköku. Hana fundum við hjá Alberti sem hefur kökuna eftir Eiríki.

Þetta þarf í tertuna:

500 g steinlausar döðlur
3-4 dl kókosmjöl, kakan má ekki vera of blaut
2 dl haframjöl
½ dl kakó
2 tsk kanill
2 tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilluextrakt
2 msk kókosolía
2-3 bananar, fer svolítið eftir stærð
Smá salt

Svo gerum við svona:

Leggið döðlurnar í bleyti í amk. 10 mín. Hellið vatninu af og setjið döðlurnar í matvinnsluvél, líka hægt að nota töfrasprota. Bætið við þurrefnum, olíu og vanilluduft bætt úti. Stappið banana og setjið þá síðasta útí. Setjið í sílíkonform, þjappið vel niður og stráið yfir kókosflögum og kælið eða frystið ef ykkur liggur mikið á.

Á fimmtánda gleðidegi þökkum við fyrir döðlutertuna og það hversu auðvelt er að blogga sem þýðir að það eru ekki bara Eiríkur og Albert og vinir þeirra sem fá að njóta döðlutertunnar heldur líka við og vinir okkar.

Myndin sýnir döðlur á tré. Hana tók Edward Musiak.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.