Gleðidagur 17: Hjónasæla er þjónasæla

IMG_1670

Prestshjónin Jóna Hrönn og Bjarni töluðu um hjónabandssælu í gær. Þau stóðu við sitthvort púltið og fluttu frábært erindi um það hvernig má hlúa að og næra hjónaband svo að hjónin dafni og þar með hjónabandið. Þau lögðu ríka áherslu á þjónustuna því að hjónasæla er þjónasæla. Okkur langar að deila með ykkur nokkrum atriðum sem við settum á blað:

  • Grunnbúðir í fjallgöngu hjónabandsins er vilji hjónanna til að þjóna hvort öðru. Það gerir heimilið að góðum stað.
  • Sá sem verður öðrum gjöf er sæll.
  • Jafningjasamskipti draga fram gæðin í lífinu.
  • Hjónabandið er eða verður heilagt þegar við eigum þar í góðum nánum tengslum, þegar þar er óhætt að vera þar sem maður er. Annars er það ekki heilagt.
  • Hjónaband án kynlífs er einmitt hjónaband án kynlífs.
  • Neistinn hverfur ef við glæðum hann ekki.

Á sautjánda gleðidegi viljum við deila með ykkur þessum brotum úr uppskrift Bjarna og Jónu Hrannar að hjónabandssælu. Hún er holl og sæt, rétt eins og þau eru. Takk Jóna og Bjarni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.